Ég ætti kannski að breyta nafninu á Myndefni vikunnar í Myndefni mánaðarins...!!! Væri kannski gáfulegra þar sem ég blogga svo hrikalega sjaldan, en ég nenni því ekki. Hehehe... En já, ég fann á tv links síðunni teiknimynd sem ég hef ekki séð síðan ég var svolítið mikið yngri. Varð gjörsamlega að horfa á hana þar sem mér fannst hún alltaf svo skemmtileg. Þetta er Þumalínu mynd. Ég komst að því að eitt lagið er ennþá alveg yndislegt og jafnast sko alveg á við Disney lög. Nú langar mig í það lag til að setja á næsta teiknimynda/söngleikja geisladisk sem ég geri fyrir bílinn minn. Ég elska teiknimyndir með fallegri tónlist!!! En allavega, langaði bara að deila þessu og setja já, eina færslu hérna inn svo að það sé þó allavega EITTHVAÐ komið í október...
Pjakkur sumarið 2004
þriðjudagur, 16. október 2007
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
R.I.P. Pjakkur (23.05.2004 - 22.11.2007)

Pjakksalingurinn minn þín er sárt saknað.
