Pjakkur sumarið 2004

þriðjudagur, 28. október 2008

Fullt að gerast á Kanarí!!!

Jæja, þá ætla ég að segja ykkur frá atburðum síðustu daga. 

Á föstudaginn fór ég með Kristínu og nokkrum vinum hennar út að borða. Ég ákvað að fá mér ís í eftirrétt og þegar hann var borinn fram á borðið þá var hann næstum því hærri en ég. Talandi um að fá fullt fyrir peningana. Ég gat ekki einu sinni borðað helminginn af helmingnum því að vá erum við að tala um stóra ísskál. Síðan fórum við á Costa Gabana klúbbinn eins og síðustu helgi þar sem að gaurinn með athyglissýkina er að spila til ca. miðnættis. Hann er samt mjög góður þannig að hann kemst upp með alla þessa sýndarmennsku sína. Það var eitthvað sérstakt kvöld svo að það voru þrír dragstrákar þarna til að skemmta fólkinu líka. Þeir voru svakalega skemmtilegir og sætir, en auðvitað allir hommar og algjör krútt í pínkulitlu fötunum og 100 cm háu hælunum.

Á laugardaginn fór ég aftur á Costa Gabana klúbbinn með Kristínu, Ranný sem býr á hæðinni fyrir neðan mig og Hildu sem að býr á hóteli rétt hjá. Gaurinn var aftur að spila og það var bara ágætt þarna.

Á sunnudagsmorguninn fór ég með Kristínu og Jónu Lísu í ræktina sem þær fara alltaf í til að prufa hana. Hún er ágæt fyrir utan það að það vantar algjörlega teygju og magaæfingaaðstöðu. En ég var svakalega fegin að ég lyfti alveg jafn þungu ennþá og þegar ég fór frá Íslandi. Veit að það er ekki langur tími en ég var búin að vera pínku paranoid með það. Svo fórum við og Hjördís á strönd einhversstaðar ég veit ekki hvar en við þurftum að keyra svolítið til að komast þangað. Við vorum þar milli 12 og 16 og mér tókst að skaðbrenna á rassinum og akkúrat þar sem að allt brjóstarhaldaradraslið er á bakinu á mér. Svakalega notalegt að geta varla setið og svona. Ég kom síðan á hotelið sem ég bý á kl. 16:30. Fer upp og set kortið (lykillinn minn fyrrverandi) í lykladraslið en það virkar ekki. Svo komst ég að því að móttakan var lokuð milli 16 og 22 þannig að ég varð bara að gjöra svo vel að bíða skaðbrunnin í bikiníinu mínu. Sem betur fer býr hún Ranný á hæðinni fyrir neðan mig þannig að ég fékk að troða mér inn á hana. Hún fékk þýskan vin sinn hérna í húsinu til að reyna að opna lykladraslið á hurðinni með skrúfjárni en það dugði ekki. Ég beið síðan með Ranný til rúmlega 10 um kvöldið og hún var æðisleg að leyfa mér að nota aloa vera gelið sem hún á til að setja á brunann hjá mér. Við fórum svo niður í móttöku og þeir endurnýjuðu lyklakortið mitt þar sem að það hafði útrunnið um daginn. Ég fór upp með nýja kortið og það virkaði ekki heldur. Maðurinn í móttökunni reyndi að hjálpa mér og kom upp með eitthvað tæki til að hlaða batteríið í lykladraslinu ef að það skyldi vera búið en tækið varð batteríislaust þannig að ég þurfti að bíða í u.þ.b. klukkutíma og koma svo aftur í móttökuna til að reyna þetta aftur. Greyið Ranný sat uppi með mig allan tímann. Um hálf eitt um nóttina (og notabeni ég var ennþá í bikiníinu!) þá fórum við niður og karlinn kom upp með okkur til að reyna að opna hurðina enn og aftur. Það virkaði ekki og var þá læsingin orðin ónýt. Great!!! Þar sem að það eru komnar flær í rúmið hennar Ranný og hún sefur í sófanum sínum þá bjuggum við til rúmfleti handa mér úr bakpullunum úr sófanum. svo fékk ég lak og flísteppi og svaf bara allt í lagi. Samt ömurlegt. Og já, ég var ennþá í bikiníinu og vá hvað mér finnst óþægilegt að vera svona brjóstarhaldaralaus lengi... Ég hringdi í Klöru og hún hringdi í Stulla íslenskan mann hérna og fékk hann til að koma um daginn og kíkja á þetta. Hann kom svo og braut upp lyklalásakassann svo að það var hægt að komast inn í íbúðina en ég gat ekki læst. Hann hafði keypt nýja læsingu sem að passaði ekki. Ég gat samt farið út en þurfti að taka hurðarhúninn með mér og setja hann í til að opna og taka hann úr aftur. Þannig að ég fór út í búð með hurðarhúninn og ég fór á klörubar með hurðarhúninn með mér. Svaka spes. Svo kom hann aftur í dag og setti læsinguna sem passar ekki þar sem að annað var ekki til. Það þurfti að saga úr hurðarkarminum til að hægt væri að loka hurðinni. Svo skil ég ekki hvernig fólki dettur í hug að eiga ekki ryksugur. Að hreinsa sag með sópi og fægiskóflu er ekki mín hugmynd um góða skemmtun...

þriðjudagur, 21. október 2008

Marilyn Monroe = Þórdís

Ég verð að fá að segja ykkur frá deginum í dag. Ég var að ganga hérna í götunni og sá skilti hjá hárgreiðslustofu. Á skiltinu var hálfnakinn maður og ég hugsaði bara: af hverju er fólk með hálfnaktann mann á skilti á hárgreiðslustofu. Síðan gekk ég fram hjá internet stað og þar var meira nakinn maður á skiltinu og þá fattaði ég það að já auðvitað þetta er náttúrulega þvílík homma nýlenda að skiltin hérna eru bara fyrir þá. Svo gerðist það að ég kom hérna heim um þrjúleitið eftir að hafa farið með Kristínu að kíkja á alveg glænýtt mall sem var að opna í dag. Ég kom við í apótekinu á leiðinni heim í brúna sæta pilsinu mínu. Ég var bara að ganga inn í sundið þar sem að apótekið er í sakleysi mínu þegar allt í einu kemur þessi svaka vindhviða og búff pilsið hjá mér ríkur upp Marilyn Monroe style!!! Alltaf svaka skemmtilegt að sýna öðru fólki nærbuxurnar sýnar... 
Ég kom síðan heim og ætlaði að hafa svona smá góða stund að lesa tímarit, fá mér appelsínu og hlusta á MTV þegar ég heyri í 2 gaurum að tala saman í herberginu við hliðina á. Síðan skella þeir á svaka hárri tónlist en því miður þá dugði það ekki til að yfirgnæfa stunurnar sem komu svo. Helvítis húsið er ekki með neina hljóðeinangrun og ég þurfti að hækka í hæðsta á ipodinum mínum til að hætta að heyra í þeim. Ekki beint það sem að ég myndi kalla quality time heima hjá mér þegar fólk er með svona mikil læti í næstu íbúð.
Semsagt svaka stuð hérna á Kanarí ;)

mánudagur, 20. október 2008

Gleymdi að setja nýja gsm númerið mitt

Spænska gsm númerið mitt er +34 628 694 547....

Hæ öll sömul !!!

Ég hef það mjög gott... Sérstaklega eftir að ég gat fengið rándýrt ferðamanna net sem ég þarf að eyða peningum í að hlaða reglulega. Þeir eru nefnilega ný búnir að breyta reglunum hér þannig að núna er ekki nóg að vera með bankareikning til að fá þráðlausan adsl usb kubb heldur þarf maður líka að vera með residencia sem að tekur einhverjar vikur (samt vonandi ekki margar því að ég fæ ekkert útborgað fyrr en að það er komið).

Flugið gekk vel en ég er ennþá að ná mér eftir það. Ég svaf bara í 1 og hálfan tíma á miðvikudagsnóttina og var svo lögð af stað út á flugvöll ca. korter í 4. Ég klikkaði á því að vigta töskuna og hún var 45 kg þegar við vigtuðum hana út á flugvelli. Ég og afi fórum með töskuna út og tókum úr henni og ég fæ restina af dótinu mínu á miðvikudaginn. Töskurnar mega ekki vera þyngri en 32 kg út af vinnulöggjöf. En ég og Kristín fórum með þessu flugi til Sevilla. Þetta var tékknesk flugfélag sem að sumarferðir eru farnir að skipta við og það var alveg SJÚKLEGA KALT inni í vélinni. Það voru ekki til nein teppi þannig að ég skalf þessa 4 tíma. Við fórum síðan með rútu til Málaga og fengum okkur að borða á kínverskum stað þar. Svo fórum við með flugvél til Madrid og ég þurfti að borga 110 evrur í yfirvigt!!!! Við vorum um klukkutíma til Madrid í annarri SJÚKLEGA KALDRI TEPPALAUSRI FLUGVÉL!!!!! Síðan fórum við frá Madrid til Las Palmas og vorum orðnar dauðar úr þreytu. Þar fékk ég teppi og lagði mig mest alla leiðina. 

Íbúðin sem ég er í er fín en ég er enn að koma mér fyrir þannig að ég tek bara myndir þegar ég er búin að því. Eg er búin að þurfa að þrífa baðið og eldhúsið og myndi vilja taka skúffurnar í kommúðunni líka. Af því að það var ekki búið að nota leiðslurnar í baðinu í einhvern tíma þá kom bara brúnt vatn út fyrst. Ég þurfti að láta það leka í margar mínútur til að það hætti að verða brúnt. Ég er búin að þrífa næstum alla skápana í eldhúsinu og næstum allt leirtaugið en ég á eftir að þrífa ísskápinn og ofninn. Ég var 6 tíma að þrífa eldhúsið í gær og er ekki búin. En þegar þetta er orðið eins hreint og ég vil hafa þetta þá veit ég að mér mun líða svakalega vel hérna. Ég hugsa að ég breyti uppröðuninni og geri þetta þannig að mér finnist það huggulegt.

Svo er eitt geðveikt fyndið!!! ég er með kapalsjónvarp með einhverjum 100 stöðvum, fox og öllum helstu stöðvunum, nema þær eru ALLAR á þýsku!!! Great!!! Ég horfði á Resident evil III í gær á þýsku... það var svakalega skemmtilegt og ég skyldi mjög mikið, eða ekki... 

En mikið svakalega kostar það mikið að byrja að búa einhversstaðar. Ég þurfti að eyða slatta í IKEA og í matvörubúðinni og kaupa tuskur o.s.frv. Það er líka annað mjög merkilegt hérna og það er að það er alltaf troðfullt í IKEA. Það er eins og það séu ekki fleiri búðir á eyjunni. Við biðum í minnst 45 mín eftir að komast að í matsölunni þegar við fórum í gær og það eru engin stæði laus. Merkilegt... 

Ég fer og hitti manninn í vinnunni á morgun og læt ykkur síðan vita hvernig fór. Við Kristín ætlum síðan í eitthvað nýtt mall hérna. Ég vona að það sé búsáhaldaverslun þar þar sem að ég náði ekki öllu ógeðinu af sleifinni og þeim hlutum og verð að kaupa nýja. Ekki séns að ég leyfi þessu sem er hérna að snerta matinn minn. 

En jæja, ég ætla að vaska aðeins meira upp og fara síðan að borða eitthvað. Ætli það verði ekki Special K-ið mitt þar sem að ég er ekki ennþá búin að þrífa pottaskápinn og pottana + mig vantar dóterí til að elda með þar sem að það var ógeðslegt sem var hérna. Við erum sko að tala um það að ég er búin að þurfa að nudda og nudda og þrífa marga diskana oftar en einu sinni til að ná öllu af. Ég þurfti líka að nota uppþvottabustann til að þrífa flísarnar á veggnum við eldavélina svo að ég næði að kroppa af olíublettina sem voru fastir. 6 helvítis tíma í að þrífa lítið eldhús og ná ekki einu sinni að klára á þeim tíma... díses... Eins gott að ég var búin að kaupa mér gúmmíhanska og einnota hanska og tuskur og svona þrifudót... ;p

R.I.P. Pjakkur (23.05.2004 - 22.11.2007)

R.I.P. Pjakkur (23.05.2004 - 22.11.2007)
Pjakksalingurinn minn þín er sárt saknað.