Pjakkur sumarið 2004

miðvikudagur, 21. nóvember 2007

Ég næ þó allavega tveim bloggfærslum í nóvember...

Ég er í vinnunni og er ekki alveg að nenna að vinna. Sem betur fer er ekkert sjúklega mikið að gera þannig að það sleppur að ég dundi mér pínkuponsulítið... ;)
Er nú alltaf að vinna í því að setja fleiri myndir inn á flickr síðuna og fara að gefa fólki kannski linkinn inn á hana. Eins og staðan er í dag eru myndirnar þar inn á bara fyrir mín augu. Ég er búin að gera 2 eða 3 albúm og setti lykilorð á þau, vona bara að ég muni þau ennþá. Held samt að ég hafi sett eitthvað afskaplega einfalt svo ég gæti munað það.
Tónleikarnir eru núna á sunnudaginn og svo seinni tónleikar á þriðjudaginn... Þetta verður geggjaðslega flott. Vildi að þú kæmist Bína mín, en svona er það þegar fólk býr einhvers staðar lengst í burtu :/ ;p
Ég er með nokkrar línur úr verkinu á heilanum, og eins mikið og mér finnst þetta flott verk er of mikið að vera alltaf endalaust með sömu helvítis línurnar gaulandi þarna... Qui tolis pecata mundi!!!!!! Já,já og nú er það mi serere nobis.... Hjálp, ég er hætt að geta sofið á kvöldin fyrir Beethoven. Þurfti að taka svefntöflu í gær svo að ég gæti sofnað fyrir miðnætti. Rosalegt þegar maður hættir að geta sofnað. En ég hlakka rosalega til á tónleikunum. Maður er búinn að leggja það á sig að læra verkið nokkurn vegin og það er sko ekkert grín að læra 95 bls verk, enda ætla ég ekki að hlusta á það aftur í LANGAN tíma eftir að tónleikarnir eru búnir. Ég fæ líka vonandi svefnfrið þá, þ.e. ef að Beethoven lætur mig í friði... Nei, andskotinn, nú langar mig að byrja að berja hausnum í vegg... ahhh qui tolis - ið lætur mig ekki í friði!!!

fimmtudagur, 1. nóvember 2007

Vúhú, hún bloggaði loksins!!!

Ég er viss um að þetta er það sem mun heyrast á vörum margra í dag ;p Ég er búin að heyra það núna frá fleiri en einum aðila að mér beri að halda uppi upplýsingagjöf fyrir trausta vini sem að kíkja á síðuna reglulega. Þar sem að ég vil nú ekki valda fólki vonbrigðum (meira en ég hef gert hingað til) þá ákvað ég að drífa af eina bloggfærslu. Ég vann bara hratt og mikið í gær og segi; ég er ógeðslega busy, oft og mörgum sinnum og dúddúdú ég uppskar smá rólegan tíma þar sem að ég get skrifað eitthvað smá handa ykkur ;D
En þar sem að ég er nú með lögin úr Hairspray á heilanum allan daginn út og inn (og hefur það gengið þannig í sjö dag stanslaust hingað til) þá langar mig að spurja hvort þið hafið séð þessa snilldar mynd??!!! Ef ekki, drífið ykkur að sjá hana. Hún er MUST að sjá. Yndisleg og æðislega með vægast sagt FRÁBÆRRI tónlist og einhverjum bestu karakterum sem ég hef séð í bíómynd. Ég labbaði út úr bíó brosandi og syngjandi... Tónlistin er svo yndisleg, grípandi og skemmtileg að þessi diskur er búinn að vera stanslaust á í bílnum síðan ég fékk diskinn. Ekki nóg með það heldur er tónlistin sönglandi í hausnum á mér allan daginn í vinnunni líka. Mér finnst verst að vera í svona opnu rými því að annars væri ég hlustandi á geisladiskinn í vinnunni líka. En allavega, svo að ég endi nú þennan áróður, þá ætla ég að kaupa mér DVD diskinn um leið og hann kemur út. Svo alltaf þegar ég er ekki í eins góðu skapi og ég ætti að vera, þá ætla ég að horfa á diskinn og ég er viss um að ég verð farin að brosa út að eyrum eftir aðeins nokkrar mínútur. Allt sem ég er búin að segja í hnotskurn: ÉG ELSKA ÞESSA MYND!!!!
Hvað er svo annað að frétta en það að ég elska Hairspray... Hmmmm.... Já, ég er að fara til útlanda 21. nóv - 23. nóv. Það er ekki langur tími en samt voða gaman. Sérstaklega þar sem að þetta er vinnutengt... Svo fer ég náttúrulega til Barcelona um páskana + byrja í London í 4 daga. Þar sem að ég ætlaði náttúrulega að fara til Köben þá átti ég flugmiða sem ég varð að breyta og ákvað að skella mér í þessa snilldarferð. Hlakka ekkert smá til. Þriðja ferðinni á djöfinni er svo kórferð til Póllands í maí sem að ég tek þátt í að skipuleggja svo að planið næstu mánuðina lítur frábærlega út. Mest hlakka ég reyndar til að fara í H&M núna í nóv og svo Debenhams í London. Hehe... neinei, ég hlakka líka til að hitta fólk og svona... Og svo auðvitað að fara á söngleikina í London. Kristín ætlar með mér til London svo að við ætlum á tvo söngleiki, þ.e. á fös og lau kvöld. Það verður geggjað. Hún er búin að panta að fara á Dirty Dancing annað kvöldið og svo held ég að þeir séu að sýna Hairspray svo að það er auðvitað must ef að svo er. Þá kem ég bara syngjandi frá London, það er bara gaman.
AHHHH... svo að ég noti tækifærið. Háskólakórinn er með tónleika 25. nóv og 27. nóv. Við erum að synga Mass in C eftir Beethoven og við viljum auðvitað fá sem flesta áhorfendur þannig að endilega komiði. Ég læt ykkur vita þegar ég hef nánari upplýsingar um tónleikana, t.d. verð og svona.
En jæja, þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og ég skal reyna (lofa ekki) að skrifa oftar hér eftir :D
Og svona upp á stemninguna þá ætla ég að láta fylgja með textann úr einu af uppáhaldslögunum mínum úr Hairspray.
CORNY
Hey there, Teenage Baltimore!
Don't change that channel!
'Cause it's time for
the Corny Collins Show!
Brought to you
by Ultra Clutch Hairspray!
CORNY (& COUNCIL MEMBERS)
Ev'ry afternoon
When the clock strikes four
(bop-bee-ba, ba-ba-ba-ba, bee-ba)
A crazy bunch of kids
Crash through that door
(bop-bee-ba, ba-ba-ba-ba, bee-ba)
They throw off their coats
And leave the squares behind
And then they shake it, shake it, shake it
Like they're losing their mind
You'll never see them frown
'Cause they're the nicest kids in town
Every afternoon
You turn your T.V. on
(na, na, na, na, na, na-na-na-na)
And we know you turn the sound up
When your parents are gone, yeah
(na, na, na, na, na, na-na-na-na)
And then you twist and shout
For your favorite star
And once you've practiced every step
That's in your repertoire
You better come on down
And meet the nicest kids in town
Nice white kids
Who like to lead the way
And once a month
We have our "negro day!"
And i'm the man who
keeps it spinnin' round
Mr. Corny Collins
With the latest,
greatest Baltimore sound!!
So every afternoon
Drop everything
(bop-bee-ba, ba-ba-ba-ba, bee-ba)
Who needs to read and write
When you can dance and sing?
(bop-bee-ba, ba-ba-ba-ba, bee-ba)
Forget about your algebra
And calculus
You can always do your homework
On the morning bus
Can't tell a verb from a noun
They're the nicest kids in town
Roll Call!!
COUNCIL MEMBERS
I'm Amber!
Brad!
Tammy!
Fender!
Brenda!
Sketch!
Shelley!
1.01
Lou Ann!
And I'm...LINK!
(All of the girls scream.)
CORNY (& COUNCIL MEMBERS)
So, if every night you're shaking
As you lie in bed
(mony-mony, ooh, mony-mony)
And the bass and drums
Are pounding in your head
(mony-mony, ooh, mony-mony)
Who cares about sleep
When you can snooze inSchool?
They'll never get to college
But they sure look cool
Don't need a cap and a gown
'Cause they're the nicest
Kids in town
They're the nicest.
Nicest
They're the nicest, nicest
They're the sugar 'n' spicest,
The nicest kids in...
Kids in town!
Mér finnst textinn ekkert smá fyndinn. Hin lögin eru líka mjög skemmtileg en þetta er á heilanum á mér í augnablikinu þannig að þetta er það sem þið fáið... Ég vona bara að þetta komi ekki allt í einni stöppu eins og bloggið hjá mér hefur viljað vera. Það er nú meira böggið. En vonandi er það búið og bilin komi loksins...

R.I.P. Pjakkur (23.05.2004 - 22.11.2007)

R.I.P. Pjakkur (23.05.2004 - 22.11.2007)
Pjakksalingurinn minn þín er sárt saknað.