Pjakkur sumarið 2004

fimmtudagur, 25. september 2008

Veit ekki hvað er komið yfir kelluna!!!

Og þá er ég að tala um mig! Bara tvö blogg komin í september, vá þetta er bara met. En já, það er svakalega gaman að vita að fólk var ekki búið að gefast alveg upp á mér hérna. Svo langar mig líka til að segja ykkur að ég mun líka sakna ykkar mikið en allir eru velkomnir í heimsókn í yndislegu íbúðina sem ég verð í sem er EKKI í Alaska ;p og ég lofa að setja inn mynd (þ.e. ef ég finn myndavélina mína áður en ég fer út og næ að taka hana með, annars kemur bara mynd í desember þegar ég er búin að kaupa)... En ég verð með svefnsófa og alles þannig að því fleiri sem koma í heimsókn því betra :-D
En mér finnst námið sem ég skellti mér í núna svakalega skemmtilegt. Ég ætla einmitt að reyna að klára sem flest verkefni áður en ég fer út svo að lesturinn er í smá pásu núna. Ég er búin að skila 2 verkefnum af 3 sem ég ætla að skila áður en ég fer út í einum áfanganum. Við fáum hin verkefnin ekki fyrr en í nóvember svo að ég verð bara að bíða róleg. En ég er að fara að demba mér á fullu í ritgerðina í Heimssögu fyrir 1815 áfanganum. Ég er viss um að ykkur hefði aldrei dottið þetta í hug en ég er búin að fá leyfi fyrir að skrifa ritgerð sem tengist forn Egyptalandi, surprise surprise ;p Mér finnst þetta mega áhugavert en ég ætla að skrifa um Hatchepsut - the female pharaoh... Var að finna bækur um efnið á bókhlöðunni í dag og svo er bara að sökkva sér í efnið. Ég ætla að reyna að vera búin að allavega skrifa uppkast að meginmáli í næstu viku. En þetta er nú svo sem mjög stutt ritgerð, bara 2000 orð svo að ég þarf að passa mig að skrifa alveg svakalega afmarkað um þetta. Hmmm pínku flókið en jæja...

laugardagur, 6. september 2008

Komin dagsetning á Kanarí :D

Það er komin dagsetning á Kanarí.

Ég fer út 15. október með beinu flugi til Tenerife (þeir byrja ekki að fljúga til Kanarí fyrr en viku seinna) og fer þaðan yfir til Kanarí með flugi. Ég er líka komin með frábærlega staðsetta íbúð á 5. hæð með útsýni yfir sjóinn og sundlaugargarði og alles... Miðsvæðis og í göngufæri við allt :)
Hljómar frábærlega vel. Hún er reyndar svolítið dýr eða 600-650 evrur á mánuði en ég fæ ekkert ódýrara nema ég fari svolítið útfyrir og þá er kominn leigubílakostnaður og fleira sem að hækkar þá leigu. Það er Íslendingur sem að leigir þessa svo að það er öryggi í því.

En já María er búin að vera dugleg að kommenta hérna inn á milli til að láta mig vita að það sé ennþá fólk sem að kíkir inn á þessa síðu þrátt fyrir hálfs árs hlé :S

Mig langar að biðja ykkur um að kvitta í kommentin ef þið lesið þetta svo að ég viti hvort að fólk sé ennþá að kíkja hingað reglulega. Ef allir eru hættir þá veit ég ekki hvort ég nenni að hafa fyrir þessu :p hehe en já ég reyni að setja inn reglulega Kanarí-fréttir af mér í vetur...

Ætla ekki að hafa þetta lengra í þetta skiptið en skrifa kannski einu sinni enn áður en ég fer út og svo aftur þegar ég er komin út...

R.I.P. Pjakkur (23.05.2004 - 22.11.2007)

R.I.P. Pjakkur (23.05.2004 - 22.11.2007)
Pjakksalingurinn minn þín er sárt saknað.