Pjakkur sumarið 2004

laugardagur, 27. desember 2008

Auglýsi eftir sólgleraugum!!!

Takið eftir, þetta var skrifað í gær. Eftir að reyna í 3 tíma að pósta þessu þá gafst ég upp á netsambandinu mínu og ákvað að reyna aftur í dag, sunnudag:

Í dag henti ég sólgleraugunum mínum. Einhverjir munu þá hugsa: hmmm af hverju ætli hún hafi gert það? Það er góð spurning og ennþá betra svar sem fæst við henni. Ég hef nefnilega þann einstaka hæfileika að missa hluti ofan í klósettið. Sem er ástæðan fyrir því að ég hef vanið mig á það að loka alltaf klósettsetunni svo að ég geti nú bjargað kannski einhverjum hlutum. Fyrir u.þ.b. einu og hálfu ári rústaði ég heimasímanum hjá mömmu með því að leyfa honum að baða sig í klósettvatninu. Ég var að tala við Karinu í heimasímann hennar mömmu og var eitthvað að horfa í spegilinn í leiðinni. Svo missti ég allt í einu símtólið og það skoppaði af vaskinum á borðbrúnina, þaðan á klósettsetuna og svo blúbb ofan í klósettið. Síminn þoldi ekki baðið og þurfti að kaupa nýjan. Í dag var ég á leiðinni út og var með sólgleraugun krækt framan á hlýrabolinn minn. Svo ákvað ég að fríska aðeins upp á hárgreiðsluna mína og greiddi mér smá. Síðan opnaði ég klósettsetuna til að henda hárum úr hárburstanum ofan í og blúbb, það fóru ekki bara hár ofan í klósettið heldur sólgleraugun mín líka. Þannig að ég mun koma einstaklega augna hrukkótt heim þar sem ég hef þurft að píra augun alveg einstaklega mikið þessa vikuna! Ekki það að ég muni eitthvað oft eftir að vera með sólgleraugu þegar ég fer út, en það var samt gott að vita af þeim ofan í skúffunni minni þó svo að ég gleymdi þeim þar í 85% tilvika.

Eins og þið vitið þá á ég það til að vera pínu spes. Ég sem fer aldrei í sólbað skellti mér í 1 og hálfan tíma í gær með Ranný sem býr hérna í húsinu. Það datt engum öðrum í hug að fara í sólbað á þessum tíma, vindurinn var svo svakalega mikill og ískaldur. Ég var að krókna úr kulda, en lét mig samt hafa það. En þegar sólbekkirnir voru farnir að fjúka og eitt lítið pálmatré var komið á hliðina hugsuðum við, nei heyrðu við förum nú ekki að gera okkur að fíflum lengur með því að liggja í sólbaði þegar garðurinn er að fjúka til fjandans. Já en þetta var semsagt dagurinn sem að ég ákveð að sóla mig. Mér finnst þetta það reyndar svakalega dónalegt af vindinum að blása þarna þar sem að ég get bara farið í garðinn á laugardögum þegar ég er í fríi. 

Ég hef miklar fréttir að deila með ykkur... ég mun líklega koma heim 3. eða 5. janúar! Það er allt troðið í vélinni sem átti að fara 14. janúar heim en er búið að breyta til 12. janúar. Þeir ákváðu nefnilega að sameina flugið með Heimsferðum svo að ég kemst ekki með þá. Svo var spurning um að fara heim í gegnum Tenerife 13. janúar en mér skilst að það sé líka orðið troðfullt. Þannig að ég verð líklegast komin heim fyrir þrettándann. Kannski ég skelli mér bara á brennu þetta árið?! Hef ekki farið síðan ég var 14 eða 15. Það væri kannski gaman að fara og syngja þrettándalög... 

En já á meðan ég man, GLEÐILEG JÓL ÖLL SÖMUL OG GLEÐILEGT NÝTT ÁR!!! TAKK FYRIR ÞAÐ LIÐNA :D 
Ég hafði það bara mjög gott á aðfangadag. Það er náttúrulega ekkert svakalega jólalegt hérna svo að ég get ekki sagt að ég hafi verið að deyja úr jólafíling en þetta var alveg svakalega næs. Ég hætti að vinna klukkutíma fyrr og fór í jólamessu klukkan 14:30. Hérna munu eflaust einhverjir verða svakalega hissa og hugsa jeminn Þórdís í messu, er heimurinn að farast! En nei nei engar áhyggjur heimurinn er ekki að farast. Þetta var afskaplega fín messa hjá henni Jónu Lísu, prestinum hérna, með mjög mikið af jólalögum til að syngja. Það var ekkert smá gaman að fá að syngja jólalög með fólki. Ekki bara ég að bögga nágrannana. Ég held að nágrannarnir séu búnir að hlusta á Frostrósirnar 2004 diskinn svona 200 sinnum núna. Hljóta að vera orðnir léttgeggjaðir. Við erum sko að tala um það að einangrunin milli íbúða er engin, ég heyrði í manninum við hliðina á blístra jólalag í gegnum vegginn í dag. Það var mjög vel blístrað hjá honum, lagið var I wish it could be Xmas every day! En eftir messu þá sagði maður náttúrulega gleðileg jól við þá sem maður sá og þekkti. Svo fórum við Jóna Lísa og Palli á kaffihús sem heitir Cafe Paris, ég fékk mér reyndar ekki kakó svo að ég get ekki sagt ykkur muninn á kakóinu á Paris hér og heima en kökusneiðin var svakalega góð. Súkkulaði kaka með einhverju mandarínu dóteríi á milli laga (ég er semsagt að fara í aðhald um leið og ég kem heim svo að buxurnar losni aftur utan af mér... alltof mikið kæruleysi í gangi hérna). Við Jóna Lísa elduðum svo saman heima hjá mér kalkúnabringu. Svo var waldorfsalat með og kartöflur. Þetta var mjög gott og við höfðum alveg yndislega afslappaðan aðfangadagsmat. Síðar um kvöldið fór ég á pöbbarölt í Yumbo með Palla og við enduðum á norskum bar þar sem að fullt af öðrum Íslendingum safnaðist svo saman. Svo mætti ég svakalega ósofin í vinnuna kl. 8:30 á Jóladagsmorgun. 

þriðjudagur, 9. desember 2008

Váááhhtssss............

Ætla að fá að endurtaka það aftur, váhhh!!!
Það kom gaur á clinicuna í dag. Hann kom inn ber að ofan í peysu sem var rennd niður og VÁÁÁHHH hvað hann var með svakalega flotta magavöðva!!!! Svo þurfti hann endilega að renna upp peysunni en jæja. Hann er geðveikt sætur og flottur + hann er búinn að vera hérna síðan í október og fer heim í maí. Já og var ég búin að minnast á að hann er frá Rússlandi, en búinn að búa í Finnlandi í nokkur ár. Ms Ice-bitch kom með þá hugdettu að hann ynni hér sem strippari. Það eru víst svakalega margir útlendingar og straight gaurar sem að vinna hérna í strippi. Mér finnst það ógeðslega fyndið, hehehe... :þ
Ég talaði nú ekkert við hann þar sem að Ms Ice-bitch talaði við hann á finnsku en hann þarf að koma næstu tvo dagana til að láta skipta um umbúðir á sárinu á hnénu. Vona bara að hann komi fyrir kl. 15 :D
Og já svo að þið vitið það þá er ég ekki einhver stalker og veit þannig hvar hann býr og alles hérna... Ég kíkti á tryggingar- og læknapappírana hjá okkur... hehe... þurfti hvort eð er að setja upplýsingarnar inn í tölvuna...

föstudagur, 5. desember 2008

Er pirruð!!!

Bahhhh…. sjúkrabílagaurarnir eru að gera mig geðveika!!!

En áður en ég kem að því þá er helst í fréttum það að ég er búin að fá samning í allan vetur ;) Er bæði ánægð og ekki með það. Verð að viðurkenna að mér fannst tilhugsunin um að fara heim ekkert skelfileg. En ekki misskilja mig, mér líður alveg ágætlega hérna ég á bara svo frábæra vini og fjölskyldu heima að já.. :-D óþarfi að segja meira. En ég kem heim 14. janúar í 2 vikur og hlakka til að hitta þá sem verða á landinu þá :D

 

En já, ég var að vinna og við þurftum að senda sjúkrabíl eftir sjúkling og fara síðan með sjúklinginn í boxið sem er í rauninni herbergi á hlið húsins, þar sem clinican er, þar sem að við erum með nokkur sjúkrarúm og þar er semsagt hægt að “leggja inn” sjúklinga sem þurfa í æð eða eftirlit í 1-3 tíma. “Uppáhalds”vinir mínir voru semsagt að vinna og komu með sjúklinginn sem var Íslendingur svo að ég þurfti að vera þarna að þýða. Svo erum við í boxinu, ég, hjúkkan, læknirinn og sjúkrabílagaurarnir þegar annar þeirra (ekki sá sem er alltaf að bjóða mér út heldur hinn) segir við mig: Þórdís, X vill fara með þig út að borða þannig að geturðu ekki hætt að læra eitt kvöld!!! Og það fyrir framan alla! + það er sko ekkert verið að spurja mig hvort að ég VILJI fara út með honum heldur er það HANN VILL FARA MEÐ ÞIG ÚT AÐ BORÐA! Eins og það skipti mig einhverju máli hvað HANN VILL!!! Ég sagði að námið væri númer 1, 2 og 3 hjá mér og það gengi alltaf fyrir svo að nei ég gæti ekki tekið eina kvöldstund frá. Þá byrjar hann að tuða í mér (og notabeni þetta er ekki einu sinni gaurinn sem vill fara með mér út að borða heldur sá sem vinnur með honum, djöfull eru þeir pirrandi!!!) að maður megi ekki læra yfir sig og blablabla. Ég sagði á móti að ég væri nú bara búin að vera að læra í 3 mánuði af síðustu 18 þannig að ég hefði nú alveg margra mánaða úthald í viðbót. Ég er búin að gefa þvílíkt margar vísbendinar um það að ég hafi gjörsamlega ENGAN áhuga og að ég vilji ekki fara út með honum en djöfull eru þeir tregir. Mér skilst reyndar að það sé líklegt að hann haldi áfram endalaust þangað til að annaðhvort ég nái mér í annan gaur eða að ég fari út með honum. Þannig að ég ætla að fara að búa til ímyndunarkærasta sem er að fara að koma frá Íslandi í næstu viku. Við erum semsagt búin að vera “vinir” í einhvern tíma og já núna erum við orðin meira!!! Vonandi fær þetta hann til að hætta þessu helvítis væli. Það er óþolandi að vera að vinna á vinnustað þar sem að maður sem að vinnur í samstarfi við vinnustaðinn lætur mann ekki vera. En bara svo að þið skiljið aðeins um hvað ég er að tala þá er gaurinn augljóslega með ekki mikið milli eyrnanna. Hann er svipað hár og ég sem að mér bara sorrí finnst ekki aðlaðandi og hann er POTTÞÉTT léttari en ég sem að aftur sorrí en það finnst mér ekki heldur spennandi!!! AAAAAAAAAAAAAAARRRRRRRRRRRRRRRRRGGGGG!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

R.I.P. Pjakkur (23.05.2004 - 22.11.2007)

R.I.P. Pjakkur (23.05.2004 - 22.11.2007)
Pjakksalingurinn minn þín er sárt saknað.