Ég er í vinnunni og er ekki alveg að nenna að vinna. Sem betur fer er ekkert sjúklega mikið að gera þannig að það sleppur að ég dundi mér pínkuponsulítið... ;)
Er nú alltaf að vinna í því að setja fleiri myndir inn á flickr síðuna og fara að gefa fólki kannski linkinn inn á hana. Eins og staðan er í dag eru myndirnar þar inn á bara fyrir mín augu. Ég er búin að gera 2 eða 3 albúm og setti lykilorð á þau, vona bara að ég muni þau ennþá. Held samt að ég hafi sett eitthvað afskaplega einfalt svo ég gæti munað það.
Tónleikarnir eru núna á sunnudaginn og svo seinni tónleikar á þriðjudaginn... Þetta verður geggjaðslega flott. Vildi að þú kæmist Bína mín, en svona er það þegar fólk býr einhvers staðar lengst í burtu :/ ;p
Ég er með nokkrar línur úr verkinu á heilanum, og eins mikið og mér finnst þetta flott verk er of mikið að vera alltaf endalaust með sömu helvítis línurnar gaulandi þarna... Qui tolis pecata mundi!!!!!! Já,já og nú er það mi serere nobis.... Hjálp, ég er hætt að geta sofið á kvöldin fyrir Beethoven. Þurfti að taka svefntöflu í gær svo að ég gæti sofnað fyrir miðnætti. Rosalegt þegar maður hættir að geta sofnað. En ég hlakka rosalega til á tónleikunum. Maður er búinn að leggja það á sig að læra verkið nokkurn vegin og það er sko ekkert grín að læra 95 bls verk, enda ætla ég ekki að hlusta á það aftur í LANGAN tíma eftir að tónleikarnir eru búnir. Ég fæ líka vonandi svefnfrið þá, þ.e. ef að Beethoven lætur mig í friði... Nei, andskotinn, nú langar mig að byrja að berja hausnum í vegg... ahhh qui tolis - ið lætur mig ekki í friði!!!
Pjakkur sumarið 2004
miðvikudagur, 21. nóvember 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
R.I.P. Pjakkur (23.05.2004 - 22.11.2007)

Pjakksalingurinn minn þín er sárt saknað.

7 ummæli:
hehe, á þýsku er þetta kallað að vera með eyrnaorm :) en gangi þér rosalega vel á tónleikunum og sjáumst eftir mánuð :)
Eyrnaorm!! það er helvíti gott ;) ætla að muna það...
Takk æðislega og hlakka til að sjá þig :D
æi elskan mín...samhryggist þér...
Takk...
Agnus dei qui tolis pecada múndí míserere nooobis, mísererere, míseerereee nobis. Agnus dei, agnus dei..... Var það ekki nokkurnveginn svona? -Anytime honey ;)
Jújú, þessir helgitextar eru allir mjög svipaðir...
Amm, vildi bara vera viss um að þú værir með þetta á heilanum allavega einn dag í viðbót :p Heyrumst fljótlega, ég er alveg að fara að hætta að læra :D Hvað segir þú um að stefna á bíó í næstu viku?
Skrifa ummæli