Pjakkur sumarið 2004

laugardagur, 6. september 2008

Komin dagsetning á Kanarí :D

Það er komin dagsetning á Kanarí.

Ég fer út 15. október með beinu flugi til Tenerife (þeir byrja ekki að fljúga til Kanarí fyrr en viku seinna) og fer þaðan yfir til Kanarí með flugi. Ég er líka komin með frábærlega staðsetta íbúð á 5. hæð með útsýni yfir sjóinn og sundlaugargarði og alles... Miðsvæðis og í göngufæri við allt :)
Hljómar frábærlega vel. Hún er reyndar svolítið dýr eða 600-650 evrur á mánuði en ég fæ ekkert ódýrara nema ég fari svolítið útfyrir og þá er kominn leigubílakostnaður og fleira sem að hækkar þá leigu. Það er Íslendingur sem að leigir þessa svo að það er öryggi í því.

En já María er búin að vera dugleg að kommenta hérna inn á milli til að láta mig vita að það sé ennþá fólk sem að kíkir inn á þessa síðu þrátt fyrir hálfs árs hlé :S

Mig langar að biðja ykkur um að kvitta í kommentin ef þið lesið þetta svo að ég viti hvort að fólk sé ennþá að kíkja hingað reglulega. Ef allir eru hættir þá veit ég ekki hvort ég nenni að hafa fyrir þessu :p hehe en já ég reyni að setja inn reglulega Kanarí-fréttir af mér í vetur...

Ætla ekki að hafa þetta lengra í þetta skiptið en skrifa kannski einu sinni enn áður en ég fer út og svo aftur þegar ég er komin út...

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er nú búin að vera dugleg að láta vita af mér...

Þórdís Anna Hermannsdóttir sagði...

Hí hí... sorry Lára gleymdi þér þarna inn í. En já þú hefur verið líka mjög dugleg að láta mig vita að ég þyrfti kannski svona annað slagið að skrifa eitthvað hérna ;p

Nafnlaus sagði...

ég vil hvað þú ert að gera úti... á sko eftir að sakna þín mega mikið...!!

Bína sagði...

ég fylgjist mjög vel með þér skvísan mín...endilega láttu vita af þér hérna inni svo að maður viti nú hvað þú ert að gera af þér í hitanum þarna suður frá....

knús frá Århus
Bína

Bína sagði...

gleymdi líka að Atla langar ekkert smá að koma að heimsækja þig í janúar þannig að það er aldrei að vita ef að við náum að fjármagna það að fara í frí í hitann að við sjáumst í vetur :)

aftur rosa stórt knús frá árósum

Nafnlaus sagði...

úbbabúbb, bara allt að gerast! :D Geggjað! -En já, við verðum að fá að fylgjast með. Svo máttu líka alveg setja inn mynd eða tvær til að sanna fyrir okkur hvað íbúðin sé fín. Ég held nebbla að þú sért bara að reyna að gera okkur abbó í rigningunni og í raun að fara til Alaska í snjóhús

Nafnlaus sagði...

hey skvís ég vil fylgist með þér hér og mun fylgjast með reglulega í vetur...það er aldrei að vita nema skvísan frá álaborg kíki í heimsókn :D

R.I.P. Pjakkur (23.05.2004 - 22.11.2007)

R.I.P. Pjakkur (23.05.2004 - 22.11.2007)
Pjakksalingurinn minn þín er sárt saknað.