Pjakkur sumarið 2004

þriðjudagur, 20. janúar 2009

Á íslandi!!!

Þá er maður kominn heim. Kom reyndar heim 3. janúar þannig að þessar fréttir eru svolítið eftir á en það verður bara að hafa það. Ég var nefnilega í sjúkraprófum 12. og 13. janúar þannig að ég var ekkert að tilkynna það allt of mikið að maður væri á landinu. Ég veit nú ekki hvernig mér gekk en ég skal láta vita um leið og ég veit. En þegar ég fór í prófið á mánudaginn þá vá, ókei, maður þarf að ná bæði A og B hluta og ég las yfir prófið og hugsaði: ,,Ókei, ég geri B hlutann og svo skýt ég mig!" En það kemur í ljós hvort að ég þurfti að hafa þessar sjálfsmorðs hugsanir í prófinu eða ekki seinna. Vonandi kemur það í ljós sem fyrst því að ég er ekki að höndla þessa bið neitt svakalega vel. Er kannski ekki eins þolinmóð manneskja og ég þykist stundum vera.

Annað í fréttum er það að ég ætla mér ekki að fara aftur til Kanarí. Helvítis karlinn skuldar mér samt ca. 400 evrur sem er alveg ágætis peningur á íslensku gengi í augnablikinu og mig munar um allt. Það er erfitt að vera kreppustúdent og kreppuíslendingur í útlöndum! En ég er orðin full time háskólanemi og finnst það bara ágætt. Það er reyndar sjúklegur lestur í sagnfræðinni og ég bara skil ekki hvernig kennurunum dettur í hug að maður geti komist yfir þetta allt. Ég sver það, það er meiri lestur í sagnfræðinni en í lögfræðinni! Munurinn er bara sá að ólíkt lögfræðinni þá er sagnfræðin skemmtileg. Ég er t.d. í mjög áhugaverðum áfanga núna sem heitir Handrita- og skjalalestur 1300-1800. Það er svona svipað því að púsla að ráða í sum handritin og mér finnst mjög gaman að púsla þannig að þetta er bara allt í gúdderíi. Svo fékk ég líka mjög mikla æfingu í að lesa óskiljanlegar skriftir á clinicunni úti. Stundum var ég bara ókei, úllen dúllen doff segjum að þessi stafur sé E. Mjög mikil skemmtun.

En allavega, nenni ekki að skrifa meira í bili ;)
Reyni að skrifa eitthvað aftur fljótlega... hmmm sjáum hvernig það gengur híhí... ég allavega lofa því að reyna að muna eftir því... :D

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Velkomin í siðmenninguna :D Gott að fá þig aftur ;)

Nafnlaus sagði...

núnú bara komin heim. Það þýðir hittingur hjá okkur!! Ég er ennþá með sama símanúmer. En þitt símanúmer glataðist ásamt síðasta síma sem ég átti :( Endilega vertu í bandi.w

Nafnlaus sagði...

bloggaðu gúrkan þín! Ég er í hópverkefni og vantar eitthvað að lesa!!!!

R.I.P. Pjakkur (23.05.2004 - 22.11.2007)

R.I.P. Pjakkur (23.05.2004 - 22.11.2007)
Pjakksalingurinn minn þín er sárt saknað.