Pjakkur sumarið 2004

þriðjudagur, 28. október 2008

Fullt að gerast á Kanarí!!!

Jæja, þá ætla ég að segja ykkur frá atburðum síðustu daga. 

Á föstudaginn fór ég með Kristínu og nokkrum vinum hennar út að borða. Ég ákvað að fá mér ís í eftirrétt og þegar hann var borinn fram á borðið þá var hann næstum því hærri en ég. Talandi um að fá fullt fyrir peningana. Ég gat ekki einu sinni borðað helminginn af helmingnum því að vá erum við að tala um stóra ísskál. Síðan fórum við á Costa Gabana klúbbinn eins og síðustu helgi þar sem að gaurinn með athyglissýkina er að spila til ca. miðnættis. Hann er samt mjög góður þannig að hann kemst upp með alla þessa sýndarmennsku sína. Það var eitthvað sérstakt kvöld svo að það voru þrír dragstrákar þarna til að skemmta fólkinu líka. Þeir voru svakalega skemmtilegir og sætir, en auðvitað allir hommar og algjör krútt í pínkulitlu fötunum og 100 cm háu hælunum.

Á laugardaginn fór ég aftur á Costa Gabana klúbbinn með Kristínu, Ranný sem býr á hæðinni fyrir neðan mig og Hildu sem að býr á hóteli rétt hjá. Gaurinn var aftur að spila og það var bara ágætt þarna.

Á sunnudagsmorguninn fór ég með Kristínu og Jónu Lísu í ræktina sem þær fara alltaf í til að prufa hana. Hún er ágæt fyrir utan það að það vantar algjörlega teygju og magaæfingaaðstöðu. En ég var svakalega fegin að ég lyfti alveg jafn þungu ennþá og þegar ég fór frá Íslandi. Veit að það er ekki langur tími en ég var búin að vera pínku paranoid með það. Svo fórum við og Hjördís á strönd einhversstaðar ég veit ekki hvar en við þurftum að keyra svolítið til að komast þangað. Við vorum þar milli 12 og 16 og mér tókst að skaðbrenna á rassinum og akkúrat þar sem að allt brjóstarhaldaradraslið er á bakinu á mér. Svakalega notalegt að geta varla setið og svona. Ég kom síðan á hotelið sem ég bý á kl. 16:30. Fer upp og set kortið (lykillinn minn fyrrverandi) í lykladraslið en það virkar ekki. Svo komst ég að því að móttakan var lokuð milli 16 og 22 þannig að ég varð bara að gjöra svo vel að bíða skaðbrunnin í bikiníinu mínu. Sem betur fer býr hún Ranný á hæðinni fyrir neðan mig þannig að ég fékk að troða mér inn á hana. Hún fékk þýskan vin sinn hérna í húsinu til að reyna að opna lykladraslið á hurðinni með skrúfjárni en það dugði ekki. Ég beið síðan með Ranný til rúmlega 10 um kvöldið og hún var æðisleg að leyfa mér að nota aloa vera gelið sem hún á til að setja á brunann hjá mér. Við fórum svo niður í móttöku og þeir endurnýjuðu lyklakortið mitt þar sem að það hafði útrunnið um daginn. Ég fór upp með nýja kortið og það virkaði ekki heldur. Maðurinn í móttökunni reyndi að hjálpa mér og kom upp með eitthvað tæki til að hlaða batteríið í lykladraslinu ef að það skyldi vera búið en tækið varð batteríislaust þannig að ég þurfti að bíða í u.þ.b. klukkutíma og koma svo aftur í móttökuna til að reyna þetta aftur. Greyið Ranný sat uppi með mig allan tímann. Um hálf eitt um nóttina (og notabeni ég var ennþá í bikiníinu!) þá fórum við niður og karlinn kom upp með okkur til að reyna að opna hurðina enn og aftur. Það virkaði ekki og var þá læsingin orðin ónýt. Great!!! Þar sem að það eru komnar flær í rúmið hennar Ranný og hún sefur í sófanum sínum þá bjuggum við til rúmfleti handa mér úr bakpullunum úr sófanum. svo fékk ég lak og flísteppi og svaf bara allt í lagi. Samt ömurlegt. Og já, ég var ennþá í bikiníinu og vá hvað mér finnst óþægilegt að vera svona brjóstarhaldaralaus lengi... Ég hringdi í Klöru og hún hringdi í Stulla íslenskan mann hérna og fékk hann til að koma um daginn og kíkja á þetta. Hann kom svo og braut upp lyklalásakassann svo að það var hægt að komast inn í íbúðina en ég gat ekki læst. Hann hafði keypt nýja læsingu sem að passaði ekki. Ég gat samt farið út en þurfti að taka hurðarhúninn með mér og setja hann í til að opna og taka hann úr aftur. Þannig að ég fór út í búð með hurðarhúninn og ég fór á klörubar með hurðarhúninn með mér. Svaka spes. Svo kom hann aftur í dag og setti læsinguna sem passar ekki þar sem að annað var ekki til. Það þurfti að saga úr hurðarkarminum til að hægt væri að loka hurðinni. Svo skil ég ekki hvernig fólki dettur í hug að eiga ekki ryksugur. Að hreinsa sag með sópi og fægiskóflu er ekki mín hugmynd um góða skemmtun...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er aldeilis!

Nafnlaus sagði...

ég kæmist ekki af án ryksugu!!! auk þess sem ég er með teppi og kött:P en vá.. ég þoli ekki svona konur!!!!

R.I.P. Pjakkur (23.05.2004 - 22.11.2007)

R.I.P. Pjakkur (23.05.2004 - 22.11.2007)
Pjakksalingurinn minn þín er sárt saknað.