Pjakkur sumarið 2004

mánudagur, 20. október 2008

Hæ öll sömul !!!

Ég hef það mjög gott... Sérstaklega eftir að ég gat fengið rándýrt ferðamanna net sem ég þarf að eyða peningum í að hlaða reglulega. Þeir eru nefnilega ný búnir að breyta reglunum hér þannig að núna er ekki nóg að vera með bankareikning til að fá þráðlausan adsl usb kubb heldur þarf maður líka að vera með residencia sem að tekur einhverjar vikur (samt vonandi ekki margar því að ég fæ ekkert útborgað fyrr en að það er komið).

Flugið gekk vel en ég er ennþá að ná mér eftir það. Ég svaf bara í 1 og hálfan tíma á miðvikudagsnóttina og var svo lögð af stað út á flugvöll ca. korter í 4. Ég klikkaði á því að vigta töskuna og hún var 45 kg þegar við vigtuðum hana út á flugvelli. Ég og afi fórum með töskuna út og tókum úr henni og ég fæ restina af dótinu mínu á miðvikudaginn. Töskurnar mega ekki vera þyngri en 32 kg út af vinnulöggjöf. En ég og Kristín fórum með þessu flugi til Sevilla. Þetta var tékknesk flugfélag sem að sumarferðir eru farnir að skipta við og það var alveg SJÚKLEGA KALT inni í vélinni. Það voru ekki til nein teppi þannig að ég skalf þessa 4 tíma. Við fórum síðan með rútu til Málaga og fengum okkur að borða á kínverskum stað þar. Svo fórum við með flugvél til Madrid og ég þurfti að borga 110 evrur í yfirvigt!!!! Við vorum um klukkutíma til Madrid í annarri SJÚKLEGA KALDRI TEPPALAUSRI FLUGVÉL!!!!! Síðan fórum við frá Madrid til Las Palmas og vorum orðnar dauðar úr þreytu. Þar fékk ég teppi og lagði mig mest alla leiðina. 

Íbúðin sem ég er í er fín en ég er enn að koma mér fyrir þannig að ég tek bara myndir þegar ég er búin að því. Eg er búin að þurfa að þrífa baðið og eldhúsið og myndi vilja taka skúffurnar í kommúðunni líka. Af því að það var ekki búið að nota leiðslurnar í baðinu í einhvern tíma þá kom bara brúnt vatn út fyrst. Ég þurfti að láta það leka í margar mínútur til að það hætti að verða brúnt. Ég er búin að þrífa næstum alla skápana í eldhúsinu og næstum allt leirtaugið en ég á eftir að þrífa ísskápinn og ofninn. Ég var 6 tíma að þrífa eldhúsið í gær og er ekki búin. En þegar þetta er orðið eins hreint og ég vil hafa þetta þá veit ég að mér mun líða svakalega vel hérna. Ég hugsa að ég breyti uppröðuninni og geri þetta þannig að mér finnist það huggulegt.

Svo er eitt geðveikt fyndið!!! ég er með kapalsjónvarp með einhverjum 100 stöðvum, fox og öllum helstu stöðvunum, nema þær eru ALLAR á þýsku!!! Great!!! Ég horfði á Resident evil III í gær á þýsku... það var svakalega skemmtilegt og ég skyldi mjög mikið, eða ekki... 

En mikið svakalega kostar það mikið að byrja að búa einhversstaðar. Ég þurfti að eyða slatta í IKEA og í matvörubúðinni og kaupa tuskur o.s.frv. Það er líka annað mjög merkilegt hérna og það er að það er alltaf troðfullt í IKEA. Það er eins og það séu ekki fleiri búðir á eyjunni. Við biðum í minnst 45 mín eftir að komast að í matsölunni þegar við fórum í gær og það eru engin stæði laus. Merkilegt... 

Ég fer og hitti manninn í vinnunni á morgun og læt ykkur síðan vita hvernig fór. Við Kristín ætlum síðan í eitthvað nýtt mall hérna. Ég vona að það sé búsáhaldaverslun þar þar sem að ég náði ekki öllu ógeðinu af sleifinni og þeim hlutum og verð að kaupa nýja. Ekki séns að ég leyfi þessu sem er hérna að snerta matinn minn. 

En jæja, ég ætla að vaska aðeins meira upp og fara síðan að borða eitthvað. Ætli það verði ekki Special K-ið mitt þar sem að ég er ekki ennþá búin að þrífa pottaskápinn og pottana + mig vantar dóterí til að elda með þar sem að það var ógeðslegt sem var hérna. Við erum sko að tala um það að ég er búin að þurfa að nudda og nudda og þrífa marga diskana oftar en einu sinni til að ná öllu af. Ég þurfti líka að nota uppþvottabustann til að þrífa flísarnar á veggnum við eldavélina svo að ég næði að kroppa af olíublettina sem voru fastir. 6 helvítis tíma í að þrífa lítið eldhús og ná ekki einu sinni að klára á þeim tíma... díses... Eins gott að ég var búin að kaupa mér gúmmíhanska og einnota hanska og tuskur og svona þrifudót... ;p

3 ummæli:

Bína sagði...

Hæ, það er gott að heyra að þú hafir komist á leiðarenda heil á húfi! núna er bara að klára að koma þér fyrir og vera dugleg að blogga svo að ég geti fylgst með :)
knús frá Árósum

Nafnlaus sagði...

Ji hvað ég sé þig fyrir mér í eldhúsinu... ég sit á sófanum og hlæ :p
En að öllu gríni slepptu -gott þú skilaðir þér í heilu lagi, vona að allt gangi úber vel. Kossar og knús

Nafnlaus sagði...

en hvað það er æðislegt að þú komst heil á húfi á leiðarendan...vona að þetta verður huggó hjá þér þegar allt er búið að þrífa og á sinn stað...sem ég veit að það verður:D
knús knús frá álaborg

R.I.P. Pjakkur (23.05.2004 - 22.11.2007)

R.I.P. Pjakkur (23.05.2004 - 22.11.2007)
Pjakksalingurinn minn þín er sárt saknað.