Pjakkur sumarið 2004

þriðjudagur, 21. október 2008

Marilyn Monroe = Þórdís

Ég verð að fá að segja ykkur frá deginum í dag. Ég var að ganga hérna í götunni og sá skilti hjá hárgreiðslustofu. Á skiltinu var hálfnakinn maður og ég hugsaði bara: af hverju er fólk með hálfnaktann mann á skilti á hárgreiðslustofu. Síðan gekk ég fram hjá internet stað og þar var meira nakinn maður á skiltinu og þá fattaði ég það að já auðvitað þetta er náttúrulega þvílík homma nýlenda að skiltin hérna eru bara fyrir þá. Svo gerðist það að ég kom hérna heim um þrjúleitið eftir að hafa farið með Kristínu að kíkja á alveg glænýtt mall sem var að opna í dag. Ég kom við í apótekinu á leiðinni heim í brúna sæta pilsinu mínu. Ég var bara að ganga inn í sundið þar sem að apótekið er í sakleysi mínu þegar allt í einu kemur þessi svaka vindhviða og búff pilsið hjá mér ríkur upp Marilyn Monroe style!!! Alltaf svaka skemmtilegt að sýna öðru fólki nærbuxurnar sýnar... 
Ég kom síðan heim og ætlaði að hafa svona smá góða stund að lesa tímarit, fá mér appelsínu og hlusta á MTV þegar ég heyri í 2 gaurum að tala saman í herberginu við hliðina á. Síðan skella þeir á svaka hárri tónlist en því miður þá dugði það ekki til að yfirgnæfa stunurnar sem komu svo. Helvítis húsið er ekki með neina hljóðeinangrun og ég þurfti að hækka í hæðsta á ipodinum mínum til að hætta að heyra í þeim. Ekki beint það sem að ég myndi kalla quality time heima hjá mér þegar fólk er með svona mikil læti í næstu íbúð.
Semsagt svaka stuð hérna á Kanarí ;)

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahaha, greinilega gaman á Kanarí. Gott að allt gangi vel hjá þér. Knús Krissa

Nafnlaus sagði...

þeir kveiktu þó á tónlist :p þetta kallar maður tillitssemi :D

Nafnlaus sagði...

haha.. ég hefði verið til að sjá þegar pilsið fauk!!:P

Þórdís Anna Hermannsdóttir sagði...

já það var svaka skemmtilegt...
Verð að fara að kaupa mér hjólabuxur eða eitthvað álíka til að vera í undir. Þetta gerðist nefnilega líka í gær. Nema þá var ég í verslunarkjarnanum og heyrði bara vúhúúúú frá hópi af körlum fyrir aftan mig. Ákvað að labba mjög hratt í burtu!
Síðan hef ég haldið í pilsið ÖLLUM stundum!!!

R.I.P. Pjakkur (23.05.2004 - 22.11.2007)

R.I.P. Pjakkur (23.05.2004 - 22.11.2007)
Pjakksalingurinn minn þín er sárt saknað.