Pjakkur sumarið 2004

miðvikudagur, 5. nóvember 2008

Fyrstu vinnudagarnir!!!

Ég byrjaði að vinna á sunnudaginn og er að vinna í bláum náttfötum ;) Það var svakalega lítið að gera en ég var að vinna stutt svo að það var í gúddí. Í gær þá var eiginlega ekkert að gera (er að vinna frá 15 - 21:30 á virkum dögum) en svo klukkan rétt rúmlega 9 kom maður hlaupandi inn og sagði að það vantaði lækni hinum megin við götuna. Læknirinn sagði mér að hringja á sjúkrabíl og koma svo yfir ef að það þyrfti túlk. Ég bað Sari (finnsk sem vinnur fyrri hlutann á virkum dögum og allan daginn á mánudögum) um að hringja á sjúkrabílinn og hljóp yfir á veitingastað hinum megin við götuna.

Þegar ég kom þangað var mér bent að fara innst og að stiga sem að lá niður að klóstettunum. Ég leit niður og þá lá kona þar meðvitundarlaus, maður hjá henni og svo læknirinn að reyna að tala við neyðarlínuna í símann. Það var ekkert samband þarna niðri svo að símanum var hent í mig og ég beðin um að tala við neyðarlínuna. Ég var spurð að því hvað væri að konunni og alls konar fleiri spurningar sem ég gat ekki svarað. Vá hvað konan var treg. Ég var búin að segja henni að hún gæti ekki talað við lækninn þar sem að það væri ekkert samband niðri og að ég vissi ekki hvað væri að konunni enda hvernig í andskotanum átti ég að vita það. Hún varð bara pirruð og hélt áfram að spyrja. Eins og ég væri ekki sjálf í nægu áfalli yfir að sjá konu fyrir neðan svakalega brattan stiga og ég vissi ekki hvort hún andaði eða hvað. Ég var nálægt því að panika við allt þetta. En ég náði að halda mér eins rólegri og ég gat. Vísaði bráðagaurunum niður og svona. Skemmtilegur dagur 2 í vinnunni.

Dagur 3 var spes líka. Það var mjög rólegt og kom bara einn mjög feitur hjartasjúklinga Íslendingur sem að talaði svo óskýrt að ég þurfti að hlusta vel til að skilja hvað hann sagði. Svo kom sænsk kona sem að hafði dottið og þurfti að sauma á henni hnéð. Ég heyrði að þær ætluðu að sauma og hugsaði fyrst OJ! Svo hugsaði ég,: hmmm það er nú samt ekki á hverjum degi sem ég get séð hné saumað saman. Svo að ég ákvað að fara inn og horfa. Þetta voru 3 spor. Hjúkkan spurði mig svo eftir á (þar sem að Maritta sem vinnur með mér, hún er finnsk, vill aldrei horfa á svona): fannst þér gaman að horfa? Ég sagði nú bara sannleikann við hana og það er að þetta var áhugavert. Samt svolítið fyndið. Feiti maðurinn var með blóðnasir og mér fannst ógeðslegt að horfa á tappann sem kom úr nefinu á honum með einhverju smá nasablóði í en mér fannst ekkert ógeðslegt og bara áhugavert að horfa á hnéð saumað saman. Talandi um að vera crazy!

Það kom líka einn hommi frá Austurríki og vá hvað ég hló mikið þegar hann var farinn og ég fékk að heyra hvað var málið. Ég hélt ég myndi deyja úr hlátri. Gaurinn kom inn og spurði mig hvort að læknirinn væri kona eða karl. Og ég sagði honum að læknirinn á vakt í dag væri kona. Hann spurði mig þá hvort að hún væri “gay friendly” og ég var alveg he? af hverju ætti hún ekki að vera það. Ég meina um helmingur af þeim sem að búa hérna eru gay. Ef einhver ætlaði að vinna hérna og væri með fóbíu fyrir samkynhneigðum þá myndi ég nú ráðleggja honum að vinna einhversstaðar annarsstaðar. En ég spurði hann hvort að hann vildi að ég færi inn með honum að túlka fyrir hann og hann var svolítið stress legur og vildi ekki að ég myndi koma. Hann vildi reyna að fara inn einn fyrst. Og ég var alveg ókei ekki málið, þið bara kallið ef ykkur vantar hjálp. Svo kallaði læknirinn á Marittu (finnska konan sem er að vinna með mér alla daga nema mánudaga) og hún var að gera eitthvað annað svo að ég spurði hvort að hún vildi að ég kæmi. Hún sagði bara nei biddu Marittu að koma strax. Maritta fór inn og allt í lagi. Svo fór maðurinn og ég og hjúkrunarkonan sátum inni í móttöku og yfirheyrðum eitthvað af því sem að læknirinn og Maritta voru að tala um. Það var svo furðulegt að við urðum að fara inn og spurja út í hvað málið hafði verið. Þá hafði gaurinn verið hérna í Yumbo verslunarkjarnanum og látið setja hring á typpið á sér. Hringurinn stíflaði blóðrásina og typpið var orðið rautt og útbólgið. Þær sendu hann á spítalann þar sem að hann þurfti að láta saga hringinn af. Hann ætlaði samt ekki að vilja láta saga hann af fyrst þangað til að læknirinn sagði við hann: Hey annað hvort læturðu saga hringinn af eða typpið! Þú ræður! Vá hvað ég var fegin að læknirinn ákvað að ég væri of ung til að vera inni að þýða fyrir þetta mál! Maritta er 40 og eitthvað. En díses hvað þetta var ógeðslega fyndið. Pældu í vitleysunni hjá manneskjunni að láta setja svona á sig. Dísess…… Hvernig ætli dagur 4 verði á morgun??

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahaha...get alveg trúað því að vinnudagur 4 verði mjög sérstakur eða þá að ekkert gerist:P

Nafnlaus sagði...

...og hvernig var hann svo?

Nafnlaus sagði...

tíhí ;) gangi þér vel skvís :)

Nafnlaus sagði...

fyrstu vinnudagarnir og svo bara ekkert meir!? :oO Koma svo, ég er viss um að þú hefur ekkert betra að gera en að tjá þig hér um daginn og veginn ;)

Nafnlaus sagði...

heheheh ertu ekki að djóka.. greinilega fjör í vinnunni hjá þér.. En hvað, er stúlkan bara farin til kanarí.

Kv. Hrafnhildur

R.I.P. Pjakkur (23.05.2004 - 22.11.2007)

R.I.P. Pjakkur (23.05.2004 - 22.11.2007)
Pjakksalingurinn minn þín er sárt saknað.