Pjakkur sumarið 2004

mánudagur, 24. nóvember 2008

Svakalega löng bloggfærsla

Þá drattast ég loksins til að skrifa meira hér á bloggið... Ég hef nú aldrei verið nein wonderwoman í bloggskrifum en mér finnst ég búin að vera helvíti dugleg síðan í október :þ
Ef ég held áfram á 4. vinnudegi þá fóru gaurarnir á sjúkrabílnum með mig á rúntinn hér um svæðið eftir vinnu þann dag. Það er ekki á hverjum degi sem maður rúntar um á sjúkrabíl. Annar er 22 ára og já sýndi augljósan áhuga strax. Fékk að heyra það hvað ég væri með falleg augu og fleira crap. Morguninn eftir var ég síðan á göngu á leiðinni í ódýru, hmm allavega ódýrari búðina sem er lengst í burtu. Þá keyrðu þeir framhjá á sjúkrabílnum og gaurinn fór hálfur út um gluggann og kallaði: Hæ sæta!!! Verð að viðurkenna að það er svolítið skemmtilegt að láta hrópa svoleiðis á eftir sér ;) En svo er hann alltaf að bjóða mér út að borða og er búinn að vera að tala við stelpurnar í vinnunni um að honum langi að bjóða mér í bíó o.s.frv. en já ég hef ekki áhuga. Hann er alveg svakalega óþroskaður. Mér finnst stundum eins og hann sé eins og 15 ára krakki þegar þeir koma að hanga í vinnunni hjá mér. Sem reyndar fer ógeðslega í taugarnar á mér. Á milli útkalla hafa þeir semsagt ekkert að gera og koma ekki bara í hálftíma stopp eða eitthvað svoleiðis sem að væri allt í lagi, heldur hanga þeir kannski í nokkra tíma. Svo þegar ég kom um daginn í vinnuna þá var ein hjúkrunarkonan að þrífa krot á veggnum. Þeir höfðu þá komið um morguninn og þessi semsagt verið að teikna á vegginn. Ég meina halló hver gerir svoleiðis sem er eldri 10 ára. Eða jæja, allavega 14 ára. Það eru til blöð! En ég verð samt að passa mig. Þegar ég verð pirruð á ég það til að missa einhver nasty orð út úr mér. Síðasta mánudag þá var ógeðslega mikið að gera, ég var stressuð út af verkefninu sem ég átti að skila á miðvikudaginn í skólanum og var að vinna með Ms. Ice-Bitch svo að já ég var pirruð. Svo var ég að hugsa út í verkefnið og skrifa hjá mér punkta og sjúkrabílagaurarnir voru að hanga líka og voru bara fyrir þegar gaurinn dirfðist að byrja að tala við mig! ;)
Hehe... hann spurði mig hvort ég kynni eitthvað í þýsku og þá hrökk upp úr mér: Nei en ég kann að segja þegiðu á íslensku! og í smá leiðinlegum og já ekki skemmtilegum tón. Svo fannst mér ég nú hafa verið pínu leiðinleg þannig að ég sagði sorrý ég er bara upptekin af verkefninu og þá kom frá honum og hann meinti það alveg 100%: Já það er vont að hugsa of mikið og nota hausinn! Það var eins gott að ég gat stoppað á mér kjaftinn því að ég var næstum því búin að missa út úr mér: Komandi frá einum sem ekki hefur neinn heila! Það er gott að ég hef góða sjálfstjórn!!! Svo er líka svakalega gott að ég er í fjarnáminu af því að ég er með bestu afsökun ever fyrir að komast ALDREI út að borða eða í bíó eða neitt með honum. Ég er bara hreinlega "ALLTAF" að læra!
En já, að hafa allavega meðalgreindarvísitölu er semsagt á listanum mínum. Unnur mun fatta þetta strax þar sem að það er á hennar lista líka býst ég við...

En já, mér líkar ágætlega hérna og vinnan er fín en mamma ég er alveg 150% viss um að ég mun ALDREI fara í læknisfræði eða hjúkrun þannig að ekki dreyma neitt um svoleiðis. Síðustu dagar hafa fullvissað mig um það að oj ég gæti þetta aldrei. Læknirinn sem var á vakt í gær kom fram eftir að sinna einum sjúkling og þurfti að skipta um skyrtu þar sem að gröftur úr risastóru ógeði á höndinni á honum hafði spýst á alla skyrtuna. Og við erum sko að tala um mikið magn! Ég er ekki á leiðinni að borða hafragraut á næstunni þar sem að þetta minnti mig á hafragraut! hrrr ég er ennþá með hroll!!

Einar sem vann á morgnana á móti mér er hættur. Hann var ekki búinn að fá útborgað á þriðjudaginn síðasta fyrir október mánuð og kom ekki á miðvikudaginn. Læknarnir voru bara að fá núna laun fyrir síðasta mánuð og fengu peningana í 4 ávísunum sem þau geta leyst út á fjórum dögum. Þá fyrstu í dag. Fólk var orðið frekar pirrað, sérstaklega af því að hann talaði ekkert við fólkið eða útskýrði hvað er í gangi og af hverju hann er að borga svona seint. Við vitum að hann segir að það séu efnahagsþrengingar en hann var ekkert búinn að tala við fólkið samt sjálfur. Ég skil það vel að það hafi verið orðið reitt. Ms. Ice-bitch sem að vinnur á morgnana hringdi í mig um 10 leytið á mið morgun og bað mig um að koma fyrr að vinna þann dag. Ég gat það náttúrulega ekki þar sem að ég var að vinna ennþá í verkefninu fyrir skólann sem ég átti að skila þann dag. Þannig að þegar ég mætti í vinnuna kl. 15 eins og vanalega tilkynnti Ms. Ice-bitch mér það að á fimmtudeginum myndi ég byrja að vinna á morgnana. Ég var ekkert spurð hvort ég gæti verið á morgnana eða neitt. Það var bara ætlast til að ég gerði ekkert alla morgna nema að bíða eftir að komast í vinnuna þannig að ég gæti bara komið þegar þeim hentar. Plús það að Ms. Ice-bitch er ekki yfirmanneskja mín. Það er bara eigandinn. Við erum öll samstarfsfólk en það er enginn yfir öðrum á vaktinni. Ég var vægast sagt ekki ánægð þar sem að mér finnst það mjög mikil vanvirðing að eigandinn sem er minn yfirmaður að hann skuli ekki hafa hringt í mig og SPURT hvort ég gæti verið á morgnana. En ég samt mætti á fimmtudaginn um morguninn en fannst það ömurlegt. Ef ég vinn á morgunvakt þá er ég búin kl 15, sem að ég hefði auðvitað viljað frekar heima en ég er ekki heima, og þá á ég bara 3 tíma af deginum eftir þar sem að það fer að myrkva um kl. 18. Ég er ekki að fara að ganga hérna um ein út um allt eftir myrkur. Það er hættulegt. Til að fara í ræktina verð ég að ganga hálftíma hvora leið þannig að þetta er mjög tæpt. En ég er ekki að fara að labba þá leið í myrkri. Í þar síðustu viku kom stelpa á clinicuna sem að hafði lent í árás og vildi fara í prufur. Hún er jafn gömul mér. Var öll út í skrámum og skurðum + andlegt áfall. Ef ég aftur á móti vinn í eftirmiðdaginn þá hef ég alveg 7 tíma í sól, eða alveg frá því að ég vakna og þar til ég fer að vinna. Þá get ég líka gengið róleg í ræktina, í búðina sem er langt í burtu o.s.frv. ef ég vil það. Svo er líka betra fyrir mig að læra á morgnana þar sem að tímarnir eru þá heima og ég hef meira úthald fyrir lærdóminn. Ég talaði við Ms. Ice-bitch á föstudaginn og sagði henni að ég gæti ekki verið alla morgna út af náminu (af því að eigandinn svarar engum öðrum en henni svo að ef maður vill koma einhverju á framfæri fer það í gegnum hana). Hún var þá bara með það sem að mér fannst vera hálfgerar hótanir og sagði að það þyrfti ekki auka manneskju í eftirmiðdaginn þannig að ef að ég gæti ekki verið alla morgna þá myndu þau finna aðra manneskju þá daga sem ég gæti ekki verið og ég myndi bara vinna örfáa daga á viku þar sem að ég fengi ekki að vera í eftirmiðdaginn og ég veit ekki hvað og hvað. Ég var ógeðslega reið þegar ég var búin að tala við hana og ætlaði ekki að sætta mig við eitthvað hlutastarf og að þau gætu bara sett mig á vinnutíma sem væri annar en sá sem var upphaflega samið um án þess að spurja mig. Ég var tilbúin að klára bara nóvember og segja gangi ykkur vel að finna íslending í fullt starf hingað á engum tíma sem að talar góða spænsku! En ég hringdi í eigandann og skildi eftir skilaboð á talhólfinu hans og sagði að ég gæti bara verið á morgunvakt á mánudögum og föstudögum og annan hvern fimmtudag út af náminu sem ég væri í og svo hina dagana í eftirmiðdaginn. Kristín fór síðan og talaði við hann í eftirmiðdaginn á föstudaginn (út af öðru dóteríi). Talið barst að mér og ég veit að ég er semsagt með samning til 14. janúar og verð að vinna á morgunvakt mán, fös og annan hvorn fim og hina dagana verð ég í eftirmiðdaginn alveg eins og ég vildi. Hann var reyndar eitthvað að reyna að færa þetta á þri og fim en það verður ekkert. Önnur Kristín sem að vinnur í almannatengslum fyrir clinicuna verður þá morgna sem að ég er ekki á clinicunni. En þannig að þetta gekk allt upp. Þessa vikuna er ég reyndar að vinna alla morgna nema miðvikudaginn af því að Kristín er enn í veikindafríi eftir slys sem hún lenti í fyrir nokkrum vikum. Já og svo verð ég að vinna á laugardagsmorgnum í staðinn fyrir sunnudagsmorgnum. Það er mjög fínt þar sem að nú get ég troðið mér með Kristínu á ströndina á sunnudögum. Ég nefnilega er engin strandarmanneskja þannig að ég er ekki að nenna að fara ein og er bara búin að fara EINU sinni á ströndina síðan ég kom hingað. Þannig að ég er ennþá sjúklega hvít og mun líklega koma sjúklega hvít aftur heim í janúar. En já ég mun verða bókuð heim með vél þann 14. janúar. Ég veit samt ekki ennþá hvort að það er bara í 2 vikur eða hvort að það er for good þennan veturinn. Það fer eftir því hvernig verður bókað eftir áramót, já hvernig verður með vinnu hérna eftir áramót. Ég er allavega bara ráðin til 14. janúar, eða já pottþétt fram að áramótum. Ég gef ekki meira fyrir loforðin á þessum bæ svo að við sjáum bara hvað verður.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jæja, gott að heyra loksins frá þér skvís :) ...heyrist strákurinn ekki alveg vera þinn tebolli... Kossar og knús

Nafnlaus sagði...

Hæ. Gaman að heyra frá þér og að allt gangi vel. Kv. Krissa

Nafnlaus sagði...

Kvitt :)

R.I.P. Pjakkur (23.05.2004 - 22.11.2007)

R.I.P. Pjakkur (23.05.2004 - 22.11.2007)
Pjakksalingurinn minn þín er sárt saknað.