Pjakkur sumarið 2004

mánudagur, 13. ágúst 2007

DK, bíó og HP

Vó hvað ég er ekki búin að standa mig í bloggeríi... eins og ég var búin að vera dugleg :/ en ég lofaði nú samt ekki reglulegu bloggi fyrr en ég væri farin til DK.
Nú er bara ennþá óvissa, veit ekkert með húsnæði fyrr en eftir að umsóknarfrestur um forgangslista er liðinn (á hádegi þann 1. sept.). Skólinn byrjar mánudaginn 3. þannig að það er bara að skella sér út ca. á þessum tíma og vona það besta. Þeir voru reyndar að senda mér bréf á föstudaginn sem gleymdist að senda með pappírunum síðast þar sem að þeir voru að segja mér frá 3 vikna dönsku námskeiði sem þeir eru með og byrjaði í morgun. Þ.e.a.s. að þeir láta mig vita á föstudegi af námskeiði sem byrjar á mánudegi í öðru landi!!! + Skráningarfrestur var til hádegis á föstudaginn og ég fékk ekki bréfið fyrr en í eftirmiðdaginn þann sama dag...
Ekkert smá asnalegt...

Veit ekki hvað er að þessari bloggsíðu hérna en sama hvað ég reyni þá get ég ekki gert bil í textanum. Bara þessi venjulegu bil milli orða en ekki svona bil milli lína eins og ég vil gera... Mega pirró !!! Veit ekki hvað er með mig og styttingar á orðum í dag... Best ég reyni að hafa bara litaskipti þegar ég skipti um umræðuefni...


Fór í bíó í gærkvöldi með mömmu. Við fórum í Regnbogann að sjá Becoming Jane. Það var alveg ágæt mynd en ég er alveg sammála henni Sigríði sem er að vinna með mér þar sem hún var að segja að það væri fáránlegt að vera alltaf að setja bandarískar leikkonur í breskar klassískar myndir. Það er alveg til nóg af hæfileikaríkum breskum konum... Hún gerði þetta nú svo sem alveg ágætlega hún Anne Hathaway eða hvað sem hún heitir. Maður samt sá alveg að þegar hún var að tala þá var mjög misjafnt hversu breskur hreimurinn hennar var. Hann var t.d. miklu breskari þegar hún var að lesa upphátt heldur en þegar hún var að tala. En fyrst að ég er nú að tala um Jane Austin þá verð ég bara að segja það að ég elska Pride & Prejudice útgáfuna með Keiru Knightley... Finnst hún alveg vægast sagt yndisleg og get horft á hana aftur og aftur. Þessi mynd í gær var svolítið mikið svipuð og P & P sagan sem að þýðir nú kannski að hún hefur fengið efnið úr sínu eigin lífi. Persónurnar voru mjög svipaðar margar hverjar og aðrar úr P&P búnar til úr jafnvel tveimur úr BJ.

En fyrst að ég er að ausa hérna úr mér þá verð ég að segja að mikið hrikalega er ég leið yfir því að vera búin með Harry Potter. Þó svo að bókin hafi verið frábær þá er bara svo hræðilega ömurlegt að vita að það komi ekki fleiri og að maður geti ekki hlakkað til að það komi önnur eftir 2 ár. Verð líka að segja að mér finnst þessi bók og bók númer 5 þær LANG LANG LANG bestu í seríunni. Vil nú ekki segja neitt hvað gerist í bókinni en VÁ hvað hún er góð!!! Ég meira að segja hágrenjaði í einum kaflanum og þá er nú mikið sagt. Man ekki hvenær ég grét síðast yfir bók. Man bara eftir því þegar ég grét og grét yfir Colde Fells leyndarmálinu þegar ég var 10 ára. Þá bók gat ég ekki lagt frá mér eftir að ég byrjaði á henni. Amma og afi komu alveg nokkrum sinnum um nóttina til mín og spurðu hvort ég færi ekki að fara að sofa. Svo þegar þau komu að mér hágrátandi þá sprungu þau úr hlátri... :) já það er gaman að þessu.

Engin ummæli:

R.I.P. Pjakkur (23.05.2004 - 22.11.2007)

R.I.P. Pjakkur (23.05.2004 - 22.11.2007)
Pjakksalingurinn minn þín er sárt saknað.