Pjakkur sumarið 2004

miðvikudagur, 22. ágúst 2007

Heilarinn ég !!!

Vegna áskorunnar um að létta þjáningar Maríu við hinn nýbyrjaða háskólalestur ákvað ég að setja inn nýja færslu!!! Það versta er að ég hef nú ekki mikið að segja þar sem að líf mitt hefur snúist að mestu um það að pakka í kassa undanfarið. En ég fór í bíó á mánudaginn með pabba og co. Við vorum 7 og pössuðum akkúrat í bílinn sem pabbi er með í láni frá einhverju verkstæði eða eitthvað álíka. Sáum Rush Hour 3 sem er alveg ágæt mynd. Mjög svipuð og hinar tvær, þ.e. veitir fínt skemmtanagildi á meðan á henni stendur en svo er maður búinn að gleyma mestu þegar maður gengur út úr salnum. Annars er ein mynd sem ég ætla mér að sjá sem fyrst, en það er nýjasta Bourne myndin. Hún er reyndar búin að vera á netinu í einhvern tíma en ég ákvað að vera ekkert að sjá hana í lélegum gæðum með hálfan haus af kínverskum manni inn á myndinni. Nei, þessa mynd langar mig að sjá í bíó... Þannig að já, þá sem langar með láta mig vita !!! :) María!!! Sorry Karina en ég get ekki beðið eftir að sjá hana einhvern tíman þannig að við bara verðum að sjá hana í sitthvoru lagi eða í annað skiptið saman...
En svo er maður bara með busy dagskrá núna í dag. Er að fara smá leyndó strax eftir vinnu og svo að hitta Önnu og Auði á Vegamótum. Ætlum að borða saman og hafa það kósý. En við getum samt ekki verið allt of lengi því að ég er að fara í litun, plokkun og vax heima hjá Dagný sem er að vinna með mér.
En heyrðu það var að koma smá, get ekki útskýrt strax. Geri það síðar. Skrifa vonandi aftur fljótlega... ble í bili

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk eskan! Nú er það meiri hagfræði... :s

R.I.P. Pjakkur (23.05.2004 - 22.11.2007)

R.I.P. Pjakkur (23.05.2004 - 22.11.2007)
Pjakksalingurinn minn þín er sárt saknað.