Pjakkur sumarið 2004

miðvikudagur, 25. júlí 2007

Fýlupúki

Vá er hægt að vera fýldari en einn maður sem að vinnur niðri. Hann gengur stundum fram hjá mér hérna í vinnunni og hann brosir ALDREI. Það er sama hversu mikið ég brosi og segi góðan daginn, hann rétt muldrar góðan daginn (það er ef honum finnst vert að svara sem er alls ekkert alltaf) og það sést aldrei hreyfing á munnvikunum... Ég bara skil það ekki hvernig þetta er hægt!!! Hann er reyndar orðinn gamall og hvíthærður þannig að það bara hlýtur að vera að hann sé orðinn svo leiður á því að vinna að honum stekkur ekki bros á vör, ALDREI!!!
Mikið hrikalega vona ég að verði aldrei svoleiðis. Ég vil sko miklu frekar tonn af broshrukkum heldur en að vera svona... :D

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég hef verið sérstaklega beðin um að skrifa athugasemd við færslur dagsins. Ekki það að ég hafi neitt merkilegt að segja eða hafi ákveðna skoðun á umfjöllunarefninu. Samt sem áður ákveð ég að verða við óska eiganda og setja stafina mína hér við. Því til viðbótar á ég ekki von á öðru en hún Þórdís okkar verði ein stór broshrukka þegar fram líða stundir.

Varðandi dagbókarfærslur líst mér vel á þá hugmynd en mæli þó ekki með að segja það allra heilagasta þar sem ég þekki dæmi þess að slíkum síðum hafi verið eytt úr bókum. Leggja á blátt bann við slíkri eyðileggingu og setja viðurlög við því að breyta færslum við endurlesningu. Þetta eru ómetanlegar minningar ef einhver hefur á annað borð haft fyrir því að skrásetja þær.

Segjum þetta gott í bili, heyrumst sem fyrst krúttipútt! :o*

R.I.P. Pjakkur (23.05.2004 - 22.11.2007)

R.I.P. Pjakkur (23.05.2004 - 22.11.2007)
Pjakksalingurinn minn þín er sárt saknað.