Pjakkur sumarið 2004

miðvikudagur, 25. júlí 2007

Dúllídúll

Í gær var ég með kveikt á fréttunum á meðan ég var að gera sudokuið í mogganum og ég heyrði útundan mér að það var verið að velja fólk á heimsmeistaramót. Jújú allt í lagi með það ef að það "heims"meistaramót væri ekki heimsmeistaramót íslenska hestsins!!! Hvernig er hægt að hafa heimsmeistaramót einhvers sem er alíslenskt og ekki til nema kannski í 1% af löndum heimsins!!! Ef einhver gæti útskýrt það fyrir mér væri ég mjög þakklát því að eins og staðan er núna hjá mér finnst mér þetta eitthvað það vitlausasta sem ég hef nokkur tímann heyrt á ævinni... ;)


En út í aðra sálma... Ég er ekki ennþá búin að klára að fara í gegnum eina skúffu í kommúðunni minni. Ætlaði að klára þá einu sem ég er byrjuð á á mánudaginn en fann dagbók sem ég hélt frá 3. janúar til 27. júní árið 2000, eða þ.e.a.s. hálfan 9. bekk og vinabæjarskiptin í Thisted það sumarið. Það er ekkert smá gaman að lesa þetta. Sumt er ekkert smá fyndið og annað ekki eins fyndið en allt samt hrikalega skemmtilegt að lesa. Ekki mundi ég eftir því að hafa fengið þetta og hitt í þessu og hinu prófinu eða farið á einhverjar myndir, sem ég man ekki einu sinni hvað heita, í bíó. Svo er auðvitað mjög skemmtilegt að lesa hugsanir og annað sem maður var að pæla í. Þetta er búin að vera svo skemmtileg lesning að ég er meira að segja að hugsa um að byrja á því aftur að skrifa dagbók. Ég meina ég skrifaði þarna í nokkra mánuði og svo skrifaði ég allt skiptinema árið mitt í Ekvador dagbók. Það væri bara gaman að hafa dagbók með undirbúningi fyrir DK og svo með fyrsta árinu þar. Skemmtilegt að eiga svona og geta hlegið að sjálfum sér eftir 10 ár.



Hádegismaturinn hér í vinnunni var ekkert spennandi frekar en vanalega þannig að ég fór í Bónus og leyfði mömmu að lána mér fyrir tómatabakka og berjamauki... Það er bara mjög gott og seðjandi að fá sér tómata í hádeginu... alveg frábært :)

Jæja, ætla að halda áfram að vinna...

Engin ummæli:

R.I.P. Pjakkur (23.05.2004 - 22.11.2007)

R.I.P. Pjakkur (23.05.2004 - 22.11.2007)
Pjakksalingurinn minn þín er sárt saknað.