Pjakkur sumarið 2004

mánudagur, 23. júlí 2007

Sko hvað ég er dugleg :)

Vá ég er ekkert smá dugleg. Er að skrifa í annað skiptið og það á ekki fleiri dögum :) ég er ekkert smá stolt af mér!!!

En allavega, er í vinnunni og er búin að vera í móttökunni í korter af þessum 4 tímum sem ég er þar. Eins og vanalega er ekkert að gera nema einstaka símhringingar þar sem fólk vill bara tala við aðra en ekkert með mig hafa. Sem er reyndar ágætt þar sem að ég gæti ekkert hjálpað því og nenni ekkert að hlusta á kvartanir.

Ég er byrjuð að fara í gegnum allt dótið mitt og stofan heima er í rústi. Ég er ein heima núna og nota tímann í rústa öllu. Verð búin að laga til þegar fólk kemur aftur. Það er samt alveg sjúklega mikið verk að fara í gegnum allt dótið og ákveða hvað maður vill hafa, eða þ.e.a.s. hverju maður þarf ekki á að halda þar sem að það er ekki hægt að vera að taka mikið með sér. En ég var ógeðslega dugleg um helgina og á bara eftir að fara í gegnum kommúðuna mína og svo náttúrulega pakka í kassana en það er annað mál.

En jæja, hef svo sem ekkert meira að segja í augnablikinu þannig að ég læt þetta bara duga í bili. Nenni ekki einu sinni að skrifa neitt á spænsku í þetta skiptið...

knúsí til þeirra sem eiga það skilið ;p

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Neeei! Bueno, no sé que dice eso, pero vengo pa' que tengas mi propio blog. Aquí va:

http://panther-woman.livejournal.com

Hasta luego, chica!

V.

Nafnlaus sagði...

Hvenær ferðu aftur? -Lára.

Þórdís Anna Hermannsdóttir sagði...

Ég fer einhvern tíman í lok ágúst...
er ekki alveg viss hvenær því að ég er ekki komin með húsnæði..

Bína sagði...

mér finnst að ég eigi knús skilið...hehe...sjáumst á fimmtudaginn.

R.I.P. Pjakkur (23.05.2004 - 22.11.2007)

R.I.P. Pjakkur (23.05.2004 - 22.11.2007)
Pjakksalingurinn minn þín er sárt saknað.